Pílukastarinn Luke Littler er mikill aðdáandi Manchester United og fylgist vel með því sem gengur á hjá félaginu.
Littler er að vonast eftir góðu tímabili í vetur en hann ræddi stuttlega við blaðamann um sumargluggann.
United er að reyna að losa Alejandro Garnacho til annars félags og er Littler með hugmynd fyrir félagið.
Hann vill sjá United reyna að bjóða Garnacho til Aston Villa og fá í staðinn sóknarmanninn Ollie Watkins sem er 29 ára gamall.
,,Þurfum við annan framherja?“ sagði Littler í samtali við Esportsinsider.com.
,,Ég held að Garnacho sé á förum og ef Villa vill fá hann þá þurfum við að taka Watkins af þeim.“