Darwin Nunez er í viðræðum við Al Hilal í Sádi Arabíu sem hefur áhuga á að kaupa hann í sumarglugganum.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Nunez virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Liverpool.
Liverpool er að reyna að losa Nunez og það sem fyrst til að geta fjármagnað kaup á Alexander Isak frá Newcastle.
Nunez er sjálfur talinn hafa áhuga á að berjast fyrir sæti sínu á Anfield en allt stefnir í að hann verði seldur.
Framherjinn kostaði 85 milljónir punda frá Benfica á sínum tíma og mun Liverpool fá mun lægri upphæð fyrir þann úrúgvæska í sumar.