Xavi Simons hefur í raun staðfest það að hann sé á leið til Chelsea en hann mun ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig.
Þessi 22 ára gamli leikmaður var merktur RB Leipzig á Instagram síðu sinni þar til í gær er hann ákvað að fjarlægja það merki.
Simons gefur þar allavega sterklega í skyn að hann sé á förum og bendir allt til þess að áfangastaðurinn sé Chelsea.
Simons skoraði tíu mörk í 25 leikjum fyrir Leipzig á síðustu leiktíð en miðjumaðurinn hefur mikinn áhuga á að ganga í raðir enska félagsins.
Chelsea er vongott um að tryggja sér hans þjónustu fyrir fyrsta leik sem er gegn Crystal Palace þann 17. ágúst.