Stuðningsmenn Manchester United mega ekki panta sér treyjur merktar þremur fyrrum stórstjörnum félagsins.
Þetta kemur fram í nýrri færslu á Twitter frá manni sem ber nafnið Si Lloyd en hann ætlaði að kaupa treyju United merkta Cristiano Ronaldo fyrir son sinn.
Hann komst svo að því að það væri bannað en nöfn Ronaldo, David Beckham og Eric Cantona eru ekki í boði.
United er ekki með réttinn til þess að prenta út nöfn þremenningana og hefur það vakið athygli margra.
Allir þessir leikmenn klæddust sjöunni á Old Trafford á sínum tíma og eru í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum félagsins.
Took my son for his new shirt the other day. Had no idea the club weren’t allowed to print Cantona, Beckham or Ronaldo on shirts pic.twitter.com/URoMTgymQr
— Si Lloyd (@SmnLlyd5) July 24, 2025