Armando Broja er að yfirgefa Chelsea endanlega en hann hefur samþykkt að ganga í raðir Burnley.
Þetta kemur fram í mörgum miðlum en blaðamaðurinn Fabrice Hawkins var fyrstur með fréttirnar.
Albanski landsliðsmaðurinn mun kosta Burnley um 20 milljónir punda en hann á enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea.
Broja hefur lítið spilað undanfarin tvö ár vegna meiðsla en hann var síðast á láni hjá Everton 2024 og lék 11 leiki án þess að skora mark.
Fyrir það skoraði hann ekki í átta leikjum með Fulham og spilaði þá 19 leiki fyrir Chelsea 2023-2024 og skoraði tvö mörk.