Mikel Arteta er viss um að Viktor Gyokores muni gera betur í næsta leik sínum fyrir Arsenal en hann spilaði gegn Tottenham í vikunni.
Gyokores kom inná sem varamaður í 1-0 tapi gegn Tottenham fyrir helgi og gerði lítið sem ekkert í sínum fyrsta leik.
Svíinn fékk þó aðeins um 15 mínútur í þessum leik en Arteta er sannfærður um að hann muni gera betur í næsta leik gegn Villarreal.
,,Ég er augljóslega ánægður með að fá Cristhian Mosquera og Gyokores inn, þeir verða mikilvægir,“ sagði Arteta.
,,Þeir fengu ekki mikið að spila en fengu allavega að spila sinn fyrsta leik og þegar þeir mæta Villarreal þá er ég viss um að þetta verði öðruvísi.“