Manchester United þarf að losa sig við fjölda leikmanna til að geta leyft sér að dreyma um að geta fengið Gianluigi Donnarumma markvörð PSG.
Donnarumma er til sölu og vill PSG hann burt fyrir um 40 milljónir punda en markvörðurinn sjálfur vill fá um 300 þúsund pund á viku.
Til að geta haft efni á Donnarumma þarf United að losna við Antony, Jadon Sancho, Alejandro Garnacho og Tyrell Malacia.
Þá er sagt að United sé tilbúið að láta Andre Onana fara til að reyna að eiga von á því að fá Donnarumma.
Donnarumma var besti markvörður Evrópu á síðustu leiktíð en Luis Enrique vildi fá hann burt og fær það í gegn.