Franska stórliðið Marseille hefur sett hinn reynslumikla Adrien Rabiot á sölulista.
Rabiot er þrítugur miðjumaður og hefur hann verið í stóru hlutverki hjá Marseille frá því hann kom í fyrra, en nú má hann fara.
Rabiot verður samningslaus eftir ár. Um er að ræða leikmann með flotta ferilskrá, en hann hefur leikið með Paris Saint-Germain og Juventus einnig.
Þá hefur Rabiot spilað 53 A-landsleiki fyrir hönd Frakklands.
🚨⚠️ Adrien Rabiot, available on the market as decided by Olympique Marseille today.
The plan is to part ways this summer, as RTL France reported. pic.twitter.com/36SuRT3jes
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2025