fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Segja Liverpool leggja fram tilboð eftir leik helgarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool telur sig enn geta fengið Alexander Isak frá Newcastle áður en félagaskiptaglugginn lokar. The Sun fjallar um málið í kvöld.

Framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur og hafnaði Newcastle 110 milljóna punda tilboði félagsins á dögunum.

The Sun segir þó að hjá Liverpool séu menn afar bjartsýnir á að 130 milljóna punda tilboð í Svíann muni duga. Er það í undirbúningi.

Liverpool og Newcastle mætast í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og verður tilboðið ekki lagt fram fyrr en eftir þann leik, en þar má búast við miklum hita í ljósi stöðunnar.

Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir út í Isak, sem neitar að mæta til æfinga. Hafa aðferðir hans til að reyna að koma sér í burtu verið harðlega gagnrýndar af mörgum.

Liverpool er þá enn á höttunum eftir Marc Guehi, miðverði og fyrirliða Crystal Palace. Félagið vill traustari mann en Ibrahima Konate við hlið Virgil van Dijk.

Guehi á aðeins ár eftir af samningi sínum við Palace og er Liverpool í ljósi þess til í að greiða um 35 milljónir punda fyrir hann.

Takist Liverpool að landa báðum leikmönnum myndi eyðsla félagsins í sumar fara vel yfir 450 milljónir punda í heild, en það hefur verið ansi duglegt á markaðnum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum
433Sport
Í gær

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn