Mohamed Salah var valinn besti leikmaður síðasta tímabils í karlaflokki og Mariona Caldentey í kvennaflokki af ensku leikmannasamtökunum í kvöld.
Salah var stórkostlegur fyrir Liverpool er liðið varð Englandsmeistari síðasta vor. Er hann að vinna verðlaunin í þriðja sinn og hefur enginn hlotið þau oftar. Caldentey var lykilmaður í Evrópumeistaraliði Arsenal.
The 2025 @PFA Award winners 🏆
Chosen by the players, for the players.#PFAawards pic.twitter.com/D0LzJar9j4
— FIFPRO (@FIFPRO) August 19, 2025
Morgan Rogers og Olivia Smith voru þá valin bestu ungu leikmennirnir. Rogers er hjá Aston Villa en Smith fór frá Liverpool til Arsenal í sumar.
Fjöldi verðlauna var veittur í kvöld og var lið ársins þá valið til að mynda. Þar eiga Englandsemistarar Liverpool fjóra fulltrúa og Arsenal þrjá. Nottingham Forest á þá tvo fulltrúa og Bournemouth og Newcastle sitt hvorn.