Ashvir Singh Johal hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Morecambe og verður þar með fyrsti maður af trúarbragði Sikha til að stýra atvinnumannaliði í breskum fótbolta.
Þá er hann einnig yngsti stjórinn í efstu fimm deildum enska fótboltans, aðeins 30 ára gamall.
Johal tekur við Morecambe eftir að félagið var tekið yfir af fjárfestahópnum Panjab Warriors um helgina, sem batt enda á langvarandi óvissu um framtíð liðsins í National League. Hann kemur í stað Derek Adams, sem var rekinn á mánudag.
Þrátt fyrir að hafa ekki áður stýrt meistaraflokki, hefur Johal aflað sér góðrar reynslu á bak við tjöldin. Hann starfaði undir stjórn Kolo Touré hjá Wigan Athletic og var aðstoðarmaður Cesc Fabregas með ungmennaliði Como á Ítalíu.
Fyrr í sumar lauk hann UEFA Pro Licence þjálfararéttindunum og varð þar með einn yngsti þjálfari í sögunni til að ljúka því stigi.
Johal starfaði áður í tíu ár innan akademíu Leicester City og þykir einn af mest spennandi ungu þjálfurum Englands um þessar mundir.
Trúarbrögð Sikha af Wikipediu:
Þeir sem fylgja síkisma eru nefndir síkar. Trúaðir síkar drekka ekki áfengi, nota ekki önnur fíkniefni og borða ekki kjöt. Síkar trúa á karma og endurfæðingu eins og hindúar, en hafa hins vegar aðeins einn guð.
Tvær meiginstoðir síkisma eru:
Trú á einn guð: Upphafssetning ritningar síka er einungis tvö orð og þau lýsa grundvallartrú þeirra: ੴ ek onkar eða „einn skapari“
Fylgjendum síkisma er gert að fylgja kenningum hinna tíu gúrúa síka og annarra dýrlinga eins og þeim er lýst á 1430 blaðsíðum heilagrar ritningar þeirra, Guru Granth Sahib.