Nemanja Matic rifti samningi sínum við Lyon í Frakklandi í síðustu viku eftir átján mánaða dvöl hjá félaginu.
Matic er 37 ára gamall en hann hefur átt frábæran feril og lék lengi vel með Chelsea og Manchester United.
Hann hefur nú hafið viðræður við Sassuolo á Ítalíu en hann hefur áður spilað þar í landi. Viðræður eru sagðar farnar af stað.
Matic lék undir stjórn Jose Mourinho hjá Roma fyrir rúmum tveimur árum og spilaði þar 50 leiki.
Matic er frá Serbíu og var lengi vel í lykilhlutverki í landsliðinu þar en nú gæti hann verið að taka sitt síðasta skref á ferlinum.