Fyrrum andstæðingur Cristiano Ronaldo hefur lýst því hvernig hann átti í heiftarlegu rifrildi kappann sem hann segir hafa verið hrokafullan.
Hinn 38 ára gamli Portúgali er einn markahæsti leikmaður knattspyrnusögunnar með 938 mörk á ferlinum, en hann hefur stundum tekist á við andstæðinga á óvenjulegan hátt á vellinum.
Eitt slíkt tilefni átti sér stað í janúar 2011, þegar Ronaldo lenti í átökum í ganginum við Walter Pandiani, þá leikmann Osasuna, í leik í spænsku deildinni. Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid.
Pandiani ,oftast kallaður riffillinn, sem áður hafði leikið í ensku úrvalsdeildinni með Birmingham City, var sagt óttast það að Ronaldo grínaðist um laun hans.
Pandiani lét málið ekki hvíla, og árið 2014 fullyrti hann að Ronaldo hefði aðeins unnið Ballon d’Or það ár vegna þess að hann „grét svo mikið“.
Í nýju viðtali við Diario AS rifjar fyrrverandi leikmaðurinn, sem hætti að spila árið 2016, upp atvikið og hvað leiddi til rifrildisins: „Áhorfendur á El Sadar eru mjög heitir og þeir flautuðu og móðguðu hann frá því hann kom út að hita upp. Það gerði hann reiðan, og meðan hann æfði aukaspyrnur skaut hann boltum að áhorfendum,“ segir Pandiani.
„Eftir að brotið hafði verið á honum ýtti Cristiano liðsfélaga mínum, [Javier] Camunas, og ég fór til að verja hann. Ég ýtti honum til baka og þá spurði hann mig hvað ég væri með í laun.“
„Rifrildið hélt áfram á ganginum eftir leik með honum og Sergio Ramos. Ég var mjög reiður, og það voru þeir líka. Mér líkaði alls ekki við viðhorf hans. Hann var hrokafullur. Sem markaskorari var hann frábær, en hegðun hans hefði mátt vera betri.“