Mark Mogan, 47 ára stuðningsmaður Liverpool sem notar hjólastól, var handtekinn eftir að hafa verið sakaður um kynþáttafordóma í garð leikmanns Bournemouth, Antoine Semenyo, á Anfield á föstdag.
Nafn hans er nú birt í fyrsta sinn.
Lögregla á Merseyside greindi frá því að Morgan hafi verið handtekinn í hálfleik eftir að vitni og öryggisverðir bentu á hann meðfram vellinum. Hann var fjarlægður af leikvanginum áður en síðari hálfleikur hófst.
Mogan er árskortshafi hjá Liverpool, einhleypur og barnlaus. Hann býr í félagslegu húsnæði í borginni ásamt móður sinni. Hann hefur verið bundinn við hjólastól frá fæðingu vegna sjúkdóms og nýtur örorkubóta.
Lögreglan tilkynnti á laugardag að maður hefði verið handtekinn í tengslum við meint níð og á mánudag staðfesti hún að sá hinn sami hefði verið látinn laus gegn tryggingu í þrjá mánuði á meðan rannsókn málsins heldur áfram.
Sem hluti af skilyrðum lausnar hans má hann hvorki sækja fótboltaleiki né hætta að mæta reglulega til lögreglu fram í nóvember.
Ef Mogan reynist sekur um kynþáttaníð, mun Liverpool banna honum að sækja leiki félagsins til æviloka.