Napólí hefur orðið fyrir miklu áfalli í upphafi tímabilsins, en félagið hefur staðfest að sóknarmaðurinn Romelu Lukaku verður frá keppni um óákveðinn tíma vegna meiðsla.
Belginn haltraði af velli með verk í læri í síðasta æfingaleik liðsins gegn Olympiacos á fimmtudag.
Napólí greindi frá því í opinberri yfirlýsingu að um alvarleg meiðsli væri að ræða.
Í tilkynningu félagsins segir:
„Eftir meiðsli sem Romelu Lukaku varð fyrir í leiknum gegn Olympiacos fór leikmaðurinn í ítarlega skoðun á Pineta Grande-sjúkrahúsinu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós alvarlegt slit á rectus femoris-vöðvanum í vinstra læri.“
Í kjölfarið greindi Fabrizio Romano frá því að félagið muni nú skoða möguleikann á að fá inn annan sóknarmann áður en félagaskiptaglugginn lokar.