fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 19:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Isak, leikmaður Newcastle, birti beitta yfirlýsingu á samfélagsmiðla sína í kvöld í kjölfar þrálátra sögusagna um framtíð hans.

Isak er sterklega orðaður við Liverpool og vill fara þangað. Neitar framherjinn að æfa með Newcastle og hefur hann mikið verið gagnrýndur fyrir.

Hann gagnrýnir Newcastle harðlega í yfirlýsngunni í kvöld og gefur í skyn að félagið hafi komið af stað allt annarri sögu en sú sem er byggð á sannleikanum.

Þess má geta að Isak birti færsluna í kjölfar þess að hafa verið valinn í lið síðustu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni af leikmönnum deildarinnar.

„Ég er stoltur af því að aðrir leikmen velji mig í lið ensku úrvalsdeildarinnar fyrir síðustu leiktíð. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllum hjá Newcastle sem hafa stutt mig á leiðinni hingað,“ segir Isak.

„Ég mætti ekki á hátíðina í kvöld vegna alls þess sem er í gangi. Ég hef þagað lengi og látið aðra um að tala. Það hefur orðið til þess að fólk hefur búið til sína eigin útgáfu af sögunni, þó svo að það viti að hún er ekki sönn, að það sé ekki það sem samið var um á bak við tjöldin.

Loforð voru gefin og félagið hefur vitað stöðuna lengi. Að láta eins og allt sé að koma upp núna gefur ranga mynd af stöðunni. Þegar loforð eru brotin og traustið horfið er ekki hægt að halda samstarfi áfram. Þess vegna er best fyrir alla að breyta til.“

Newcastle hafnaði 110 milljóna punda tilboði Liverpool á dögumum. Má búast við að annað muni berast. Liðin eigast við í úrvalsdeildinni um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United