fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

433
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin fór af stað með látum um helgina en Englandsmeistarar Liverpool unnu þar meðal annars góðan 4-2 sigur á Bournemouth.

Franski framherjinn, Hugo Ekitike var á meðal markaskorara en félagið borgaði væna summu fyrir hann í sumar. Florian Wirtz sem kostaði félagið 116 milljónir punda fann hins vegar ekki taktinn í frumraun sinni í deild þeirra bestu.

Gunnar Birgisson, fréttamaður hjá RÚV henti fram nokkuð umdeildri skoðun í hlaðvarpinu Dr. Football fyrir helgi en hún gæti fengið byr undir báða vængi eftir fyrstu umferðina.

„Mér líður þannig núna að Ekitike gæti orðið mikilvægara púsl fyrir Liverpool en Florian Wirtz,“ sagði Gunnar í hlaðvarpinu vinsæla.

Samherjar hans í hlaðvarpinu, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason hristu hausinn yfir orðum Gunnars.

Wirtz sem er þýskur landsliðsmaður er dýrasti leikmaður í sögu enska boltans. „Ég held að Wirtz muni eiga miðlungs tímabil,“ sagði Gunnar.

Hjörvar hélt áfram að hrista hausinn og sagði. „Ég held að þetta verði skelfileg klippa.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“

Kostulegt augnablik hjá eiganda Chelsea – „Legðu símann frá þér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool staðfestir sölu á ungstirninu fyrir 4,2 milljarða

Liverpool staðfestir sölu á ungstirninu fyrir 4,2 milljarða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með viku kærleikans hjá Fram

Styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru með viku kærleikans hjá Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikur kvennaliðsins færður vegna Evrópuleiksins

Leikur kvennaliðsins færður vegna Evrópuleiksins