Viktor Gyokeres, framherji Arsenal, hefur mátt þola nokkra gagnrýni eftir frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni gegn Manchester United um helgina.
Arsenal vann leikinn 0-1 en var Gyokeres, eins og margir liðsfélagar hans, töluvert frá sínu besta.
Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað um klukkutíma í ensku úrvaldseildinni hefur Svíinn mátt þola mikla gagnrýni, en hann kostaði Arsenal meira en 60 milljónir punda eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal.
Gyokeres hefur ekkert tjáð sig um leikinn fyrr en í dag, en hann birti stutta færslu á samfélagsmiðla.
„Ég er stoltur af því að spila minn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta einstaka félag – og að af því að vinna sigur í fyrsta leik,“ sagði hann þar.