Samkvæmt Gaston Edul fréttamanni í Argentínu var Emi Martinez markvörður Aston Villa mjög nálægt því að ganga í raðir Manchester United fyrr í sumar.
Ruben Amorim stjóri liðsins vill fá inn nýjan markvörð og er sagður hafa takmarkaða trú á Andre Onana.
Onana hefur verið í tvö ár hjá United og hefur honum ekki tekist að fylla skarð David de Gea sem hafði lengi staðið í marki United.
Edul segir að Amorim hafi viljað klára kaup á markverði Argentínu en ekki tekist að sannfæra stjórn félagsins um það.
Stjórnin telur það ekki í forgangi að eyða stórum fjárhæðum í markvörð í sumar nema það takist að losa sig við Andre Onana.