Jamie Vardy vill ganga í raðir Celtic og vinna aftur með Brendan Rodgers, sem er stjóri liðsins.
The Sun heldur þessu fram, en Vardy hefur verið án félags frá því samningur hans við Leicester rann út í sumar.
Framherjinn er orðinn 38 ára gamall en vill spila allavega til fertugs og hafa nokkur félög áhuga, þar á meðan ensku úrvalsdeildarfélögin Brentford og West Ham, sem og metnaðarfullar B-deildarliðið Wrexham.
Sjálfur er Vardy þó sagður spenntur fyrir því að fara til Skotlandsmeistaranna, þar sem Rodgers er stjóri. Þeir unnu saman hjá Leicester.
Vardy var hjá Leicester í 13 ár og var stórkostlegur fyrir félagið á þeim tíma. Var hann lykilmaður í Englandsmeistaratitli liðsins árið 2016.
Celtic er á leið í umspil gegn Kairat frá Kasakstan um sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og á að vinna það ef allt fer eftir bókinni.