Fabrizio Romano hefur greint frá því að allar líkur séu ða því að Kostas Tsimias sé að kveðja Liverpool.
Tsimikas er vinstri bakvörður Liverpool en hann er ekki inni í myndinni hjá Arne Slot, stjóra liðsins.
Liverpool fékk inn Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar og þá er Andy Robertson einnig á mála hjá félaginu.
Tsimikas er 29 ára gamall en hann hefur leikið með Liverpool undanfarin fimm ár og spilað 66 deildarleiki.