Næstu daga verður vika kærleikans í Úlfarsárdal þar sem Fram ætlar að heiðra minningar Bryndísar Klöru.
Bryndís Klara Birgisdóttir var 17 ára gömul þegar hún særðist lífshættulega í hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra, þann 24. ágúst. Hún lést sex dögum síðar, þann 30. ágúst.
Fram spilar tvo leiki í vikunni til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Karlaliðið mætir KR í kvöld og kvennaliðið tekur á móti Víkingum á miðvikudag.
Við hvetjum alla íbúa hverfisins, alla Framara, KR-inga og Víkinga til að fjölmenna á leikina og taka þátt í að auka kærleika og efla samkennd í samfélaginu – eins og foreldrar Bryndísar hafa gert af ótrúlegu æðruleysi,“ segir á vef Fram.