Liverpool hefur staðfest sölu félagsins á Ben Doak til Bournemouth, talið er að kaupverðið séu 25 milljónir punda.
Þessi 19 ára sóknarmaður kom til LIverpool fyrir þremur árum frá Celtic í heimalandi sínu, Skotlandi.
Doak spilaði tíu leiki fyrir aðallið Liverpool en fyrsti leikurinn kom í nóvember árið 2022.
Doak er landsliðsmaður Skotlands og var á láni hjá Middlesbrough á síðustu leiktíð þar sem ahnn stóð sig vel.
Þar skoraði hann þrjú og lagði upp sjö í 24 leikjum en hann fer nú til Bournemouth sem tapaði fyrir Liverpool í fyrstu umferð.