Leikdegi Breiðabliks og Tindastóls í Bestu-deild kvenna hefur verið breytt vegna Evrópuleiks karlaliðs Breiðabliks.
Breiðablik átti að mæta Tindastól á miðvikudaginn klukkan 18 á Kópavogsvelli en leikurinn mun fara fram á föstudag klukkan 19 þess í stað.
Karlalið Breiðabliks tekur á móti Virtus frá San Marínó í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag. Um er að ræða fyrri leik í umspilseinvíginu um það að fara inn í deildarkeppnina.