„Þetta var ótrúlegur fótboltaleikur, þetta var stórfurðulegt. Blikar voru alltaf að gefa FH-ingum færi með sendingum beint á þá á eigin vallarhelmingi,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni um leik Breiðabliks og FH í Bestu deild karla í gær.
FH vann 4-5 sigur í Kópavoginum í ótrúlegum leik en gestirnir komust í 2-5 áður en Blikarnir löguðu stöðuna. Frammistaða Breiðabliks í Bestu deildinni hefur verið vonbrigði síðustu vikur á meðan liðið er að berjast í Evrópu um að komast inn í riðla Sambandsdeildarinnar.
„Byrjunin á seinni hálfleik, ég hef aldrei séð svona. Kjartan Kári var að spila sinn besta leik í sumar, hann kom boltanum alltaf fyrir,“ sagði Kristján Óli sem er fyrrum leikmaður Breiðablik, hann hélt svo áfram
„Spilamennskan er alvöru áhyggjuefni, sigrar eru ekki að koma en spilamennskan er áhyggjuefni.“
Mikael Nikulásson meðreiðarsveinn hans tók svo til máls og hann telur að Blikar þurfi að vonast eftir því að Valur verði bikarmeistari til að ná Evrópusæti á næstu leiktíð.
„Blikarnir hafa ekkert getað, þetta er skellur. Valur er búið að tapa fyrr um daginn og Víkingur tekur sigurinn. Ef Vestri vinnur bikarúrslitaleikinn þá held ég að Blikar fari ekki í Evrópu á næsta ári, ég held að Stjarnan endi fyrir ofan þá.“
„Þeir ráða ekki við að spila í deild og Evrópu.“