Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, vonar innilega að vængmaðurinn Federico Chiesa verði áfram hjá félaginu í vetur.
Chiesa er sterklega orðaður við brottför en hefur sjálfur gert frá því að hann vilji spila áfram fyrir enska félagið.
Ítalinn kom inná sem varamaður á föstudaginn er Liverpool vann 4-2 sigur á Bournemouth og skoraði þriðja mark liðsins.
,,Hann er frábær karakter og við elskum hann allir,“ sagði Van Dijk um liðsfélaga sinn.
,,Ég held að allir geti séð það og hann er elskaður af stuðningsmönnum. Svona augnablik eins og gegn Bournemouth er eitthvað sem við viljum öll sjá.“