Stuðningsmenn Manchester City voru alls ekki sannfærðir í gær er Pep Guardiola tjáði sig um markvörðinn Ederson.
Ederson var ekki valinn í leikmannahóp City í gær er liðið hóf keppni í ensku úrvalsdeildinni gegn Wolves.
Markvörðurinn er talinn vera á förum frá City í sumar og var ekki í hóp en hann er líklega á leið til Tyrklands.
Guardiola sem er stjóri sagði fyrir leik að Ederson væri ekki með vegna veikinda en hann var víst með magapínu.
Það eru flestir ef ekki allir sammála um að þau ummæli séu kjaftæði og að Ederson eigi einfaldlega ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.