Wayne Rooney hefur greint frá því að hann sé að byrja með sinn eigin hlaðvarpsþátt sem heitir einfaldlega ‘The Wayne Rooney Show.’
Rooney er nýbúinn að taka að sér starf í sjónvarpi og eftir nýjustu tilkynninguna bendir allt til þess að hann sé ekki að snúa aftur í þjálfun á næstunni.
Rooney er 39 ára gamall en hann gerði garðinn frægan með Manchester United sem og Everton.
Hann mun starfa sem sparkspekingur yfir enska boltanum í vetur ásamt því að sinna hlaðvarpsþættinum.
Rooney hefur þjálfað nokkur lið eftir að ferlinum lauk en eftir brottrekstur frá Plymouth í fyrra hefur hann ekki snúið aftur.