Jökull Júlíusson er nafn sem allir Íslendingar kannast við en hann er söngvari hljómsveitarinnar Kaleo.
Jökull fylgist vel með enska boltanum en hann er harður stuðningsmaður Manchester United.
Hann fékk að heimsækja Old Trafford, heimavöll United, um helgina fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag.
Jökull söng lagið ‘Country Roads’ sem er vinsælt á vellinum en búið er að breyta textanum í lokin eða það sem stuðningsmenn United eiga til að syngja.
Virkilega skemmtilegt myndband sem hefur vakið heimsathygli en það má sjá með því að smella hér.