Manchester United 0 – 1 Arsenal
0-1 Riccardo Calafiori(’13)
Stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á Old Trafford í Manchester.
Manchester United tók þar á móti Arsenal en aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerðu gestirnir.
Riccardo Calafiori var hetja Arsenal í þessum leik en hann gerði mark liðsins eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik.
United sótti og sótti undir lok leiks en tókst ekki að jafna metin og lokatölur 0-1.