Brandon Williams er kominn með nýja vinnu en hann hefur skrifað undir hjá Hull City á Englandi.
Það hefur töluvert verið fjallað um Williams í sumar en hann er fyrrum leikmaður Manchester United.
Hull fær leikmanninn á frjálsri sölu en hann var leystur undan samningi hjá United í fyrra.
Það eru sex ár síðan Williams spilaði sinn fyrsta leik fyrir United og átti eftir að spila þónokkra leiki til viðbótar.
Hann gerir nú eins árs samning við liðið í næst efstu deild en möguleiki er á að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.