Það bíða margir spenntir eftir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en spilað er á Old Trafford.
Manchester United tekur þar á móti Arsenal en þrír leikir eru spilaðir þennan sunnudag og umferðin klárast á morgun.
Markvörðurinn Andre Onana er ekki í hóp hjá United og er Tom Heaton varamarkvörður í dag.
Hér má sjá byrjunarliðin í stærsta leik helgarinnar.
Manchester United: Altay, De Ligt, Yoro, Shaw, Dalot, Casemiro, Mount, Fernandes, Dorgu, Cunha, Mbeumo.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Calafiori, Rice, Zubimendi, Odegaard, Saka, Martinelli, Gyökeres.