Miðjumaðurinn ungi Xavi Simons er einfaldlega að bíða eftir Chelsea en hann vill ganga í raðir félagsins í sumar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Simons hefur verið orðaður við Chelsea í allt sumar.
Manchester City og Bayern Munchen eru einnig sögð hafa áhuga en Simons hefur aðeins áhuga á að semja við Chelsea.
Hollendingurinn er á mála hjá RB Leipzig en hann hefur beðið eftir þessum félagaskiptum síðan í júlí.
Útlit er fyrir að Chelsea þurfi að selja leikmenn áður en félagið nær að klófesta Simons í sumarglugganum.