Víkingur Reykjavík vann sterkan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti ÍA.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Óskar Borgþórsson.
Óskar kom boltanum í netið með flottu skoti á 49. mínútu til að tryggja Víkingum sigur.
Víkingar eru nú með 35 stig í öðru sæti deildarinnar og er tveimur stigum á eftir Val sem er í fyrsta sætinu.
Valur spilaði við ÍBV fyrr í dag en tapaði mjög óvænt 4-1 á útivelli.