Breiðablik tapaði heima gegn FH í kvöld í raun ótrúlegum fótboltaleik sem fór fram á Kópavogsvelli.
Leiknum lauk með 4-5 sigri FH en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 2-1 fyrir heimamönnum,
FH reif sig svo sannarlega í gang í þeim seinni og komst í 5-2 áður en Blikar gerðu tvö mörk undir lokin.
Bragi Karl Bjarkason gerði tvö mörk fyrir FH í leiknum og þá skoraði Davíð Ingvarsson tvö fyrir Blika.
Þetta hefur heldur betur ekki góð áhrif á Íslandsmeistarana í toppbaráttunni og sérstaklega í ljósi þess að Valur tapaði fyrr í dag og Víkingar unnu ÍA.