Ummæli sérfræðingsins Filip Joos hafa vakið athygli en hann tjáði sig um miðjumanninn öfluga Youri Tielemans sem spilar með Aston Villa.
Joos er belgískur líkt og Tielemans en hann er á því máli að Real Madrid hafi átt að fá leikmanninn inn árið 2024.
Toni Kroos sem var einn allra mikilvægasti leikmaður Real lagði þá skóna á hilluna en hann er svosem ekki ósvipaður leikmaður og Tielemans.
Tielemans er 28 ára gamall miðjumaður og er belgískur landsliðsmaður.
,,Ég hef sagt þetta oft áður, ef Real hefði keypt hann þegar Toni Kroos fór þá hefði það lagað mikið í spilamennsku liðsins,“ sagði Joos.
,,Hann er frábær leikmaður og það er ótrúlegt það sem hann getur gert innan vallar. Hann er ekki bara góður fram á við heldur getur einnig varist. Hann er fullkominn miðjumaður.“