Myndband af Mohamed Salah er nú að vekja athygli en hann er leikmaður Liverpool á Englandi.
Salah komst á blað í gær er hans menn unnu 4-2 sigur á Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.
Salah skoraði fjórða mark Liverpool í leiknum og fagnaði að hætti Diogo Jota sem er hans fyrrum samherji sem lét lífið í bílslysi í sumar.
Salah fagnaði einn með stuðningsmönnum Liverpool um tíma í gær eftir lokaflautið og vekur það myndband heldur betur athygli.
Þetta má sjá hér.
A tearful Mo Salah the last player to leave the field as he stands in front of the Kop while the Jota song echoes around Anfield. pic.twitter.com/LFg23udPuf
— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 15, 2025