Mohamed Salah varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í tíu opnunarleikjum tímabilsins.
Salah hefur spilað frábærlega fyrir Liverpool undanfarin ár og átti svo sannarlega magnað tímabil í fyrra.
Hann kom boltanum í netið í 4-2 sigri á Bournemouth í gær en Liverpool vann þar 4-2 sigur.
Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur áður skorað í tíu opnunarleikjum og má segja að þetta met sé ansi sérstakt.
Salah er 33 ára gamall en hann hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 og er með 185 mörk í 289 deildarleikjum.