Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, er vongóður fyrir tímabilið á Englandi en hann hefur tjáð sig um sitt fyrrum félag.
Rooney var beðinn um að spá hvaða lið myndu enda í topp fimm á tímabilinu og skellti United í fimmta sætið.
United hafnaði í 15. sæti á síðasta tímabili og er pressan á Ruben Amorim, stjóra liðsins, ansi mikil að sögn fjölmiðla.
Rooney telur að United geti jafnvel endað ofar en í fimmta sæti en hann spáir því að Liverpool vinni titilinn. Arsenal verður í öðru sæti, Manchester City í því þriðja og svo Chelsea í því fjórða.
,,Eins og ég hef sagt þá tel ég að þeir þurfi einn til tvo til viðbótar í glugganum,“ sagði Rooney.
,,Ég get séð hvað Amorim er að gera og útlitið er betra, ég tel að þeir muni ná topp fimm. Ég vona að það gerist og það er möguleiki á að þeir endi ofar.“