Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir rasisma í gær er hans menn mættu Liverpool.
Um var að ræða opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar sem lauk með 4-2 sigri Liverpool.
Maður í hjólastól lét rasísk ummæli falla í garð Semenyo er hann var að undirbúa sig fyrir innkast.
Maðurinn var síðan fjarlægður af vellinum og er alls ekki líklegt að hann fái að mæta á leik Liverpool í framtíðinni.
Hvað nákvæmlega var sagt er óljóst en myndband af þessu má sjá hér.
The racist incident at Anfield today. pic.twitter.com/SoiJv1GNfa
— No Context Prem (@NoContextEPL) August 15, 2025