Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, er svekktur yfir því að félaginu hafi mistekist að fá inn Viktor Gyokores í sumar.
Gyokores skrifaði undir hjá Arsenal í sumarglugganum en hann var einnig mikið orðaður við United.
United tók að lokum Benjamin Sesko frá RB Leipzig og er búist við miklu af honum á tímabilinu.
Gyokores á aðdáanda í Berbatov en hann raðaði inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal áður en hann hélt nú til Englands.
,,Hann var stórkostlegur í Portúgal. Ég öfunda Arsenal smá og er líka leiður því hann fór ekki til United,“ sagði Berbatov.
,,Það er portúgölsk tenging þarna á milli en hann ákvað að fara til Arsenal og í raun þá skil ég þá ákvörðun.“