Það er óhætt að segja að Sunderland byrji vel í ensku úrvalsdeildinni þetta árið en liðið mætti West Ham í dag.
Þremur leikjum var að ljúka en Sunderland vann 3-0 heimasigur á West Ham og byrja nýliðarnir gríðarlega vel.
Tottenham vann einnig 3-0 sigur og þá gegn Burnley þar sem Brassinn Richarlison gerði tvennu.
Brennan Johnson kláraði leikinn endanlega fyrir Tottenham er hann skoraði á 66. mínútu.
Dramatíkin var þá ansi mikil á Amex vellinum í Brighton þar sem heimamenn spiluðu við Fulham í 1-1 jafntefli.
Fulham jafnaði metin á 96. mínútu en Rodrigo Muniz gerði það mark eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Tottenham 3 – 0 Burnley
1-0 Richarlison(’10)
2-0 Richarlison(’60)
3-0 Brennan Johnson(’66)
Sunderland 3 – 0 West Ham
1-0 Eliezer Mayenda(’61)
2-0 Daniel Ballard(’73)
3-0 Wilson Isidor(’92)
Brighton 1 – 1 Fulham
1-0 Matt O’Riley(’55, víti)
1-1 Rodrigo Muniz(’96)