Daníel Tristan Guðjohnsen átti frábæran leik fyrir lið Malmö í dag sem spilaði við Halmstad.
Leikið var í efstu deild í Svíþjóð en Malmö vann mjög sannfærandi 4-0 sigur þar sme Daníel skoraði og lagði upp.
Malmö er í þriðja sæti deildarinnar eftir 20 leiki en er tíu stigum á eftir toppliði Mjallby.
Annað íslenskt mark var á boðstólnum í dönsku annarri deildinni þar sem Lyngby spilaði við Kolding.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur byrjað frábærlega með Lyngby og skoraði fyrsta mark liðsins í dag í 3-2 sigri.
Þetta var fjórða mark Ísaks eftir komu frá Rosenborg fyrr á tímabilinu en hann hefur spilað fimm leiki.