Federico Chiesa hefur staðfest það að hann vilji spila áfram fyrir félagið og vill ekki fara í sumar.
Chiesa kom inná sem varamaður í gær er Liverpool vann Bournemouth 4-2 í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.
Ítalinn skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum en hann var sterklega orðaður við brottför fyrr í sumar.
Hann virðist þó ákveðinn í að sanna sig á Anfield og er ekki að horfa á brottför.
,,Ég er mjög ánægður hjá Liverpool,“ sagði Chiesa eftir sigurleikinn.
,,Ég mun ræða við félagið en ég vil vera hér áfram og berjast um alla þá titla sem eru í boði.“