Mikel Arteta hefur svarað Tony Adams, fyrrum leikmanni liðsins, sem gagnrýndi val félagsins á fyrirliða sem er Martin Ödegaard.
Adams er goðsögn í herbúðum Arsenal en hann vildi sjá Declan Rice taka við fyrirliðabandinu af Ödegaard í sumar.
Arteta sem er stjóri Arsenal segir að allir hjá félaginu séu sammála um það að Ödegaard sé besti kosturinn í verkefnið.
,,Mín skoðun er mjög skýr. Þetta er ekki bara mín skoðun heldur skoðun allra og líka leikmannana,“ sagði Arteta.
,,Ég bað alla um að velja fyrirliða og ég fékk niðurstöðurnar í gær. Það eru allir sem völdu sama manninn sem er Martin Ödegaard.“