Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi stöðuna á leikmönnum sínum fyrir fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, þegar þeir mæta Arsenal.
Lisandro Martínez og Noussair Mazraoui verða frá vegna meiðsla, en Benjamin Sesko er líklegur til að vera í leikmannahópnum.
Amorim segir að Sesko sé klár í að spila en vildi þó ekki staðfesta hvort hann byrji leikinn.
„Við höfðum ekki mikinn tíma, en hann er tilbúinn,“ sagði Amorim.
„Líkamlega er hann klár, sem er stór þáttur í okkar deild. Hann er líka mjög klár leikmaður. Hann er tilbúinn til að spila – við sjáum hvort hann byrjar.“