Liverpool er að ganga frá sölu á Ben Doak fyrir 25 milljónir punda til Bournemouth, hann hefur verið tekinn út úr hópi liðsins fyrir leikinn í kvöld.
Bournemouth heimsækir Liverpool í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Fari salan á Doak í gegn hefur Liverpool selt leikmenn fyrir 227 milljónir punda í sumar en stærsta salan var á Luis Diaz til FC Bayern.
Darwin Nunez var seldur til Sádí Arabíu og fleiri stórar sölur hafa farið í gegn. Doak er 19 ára gamall skoskur miðjumaður en hann er yfirleitt hægri kantmaður.
Sölur Liverpool:
Diaz (£65.5m)
Nunez (£56.3m)
Quansah (£35m)
Doak (£25m)
Kelleher (£18m)
Morton (£15m)
Alexander-Arnold (£10m)
Phillips (£3m)