Enska úrvalsdeildin fer af stað í kvöld þegar meistarar síðasta árs, Liverpool, taka á móti Bournemouth á Anfield.
Búast má við miklu fjöri en töluverðar breytingar hafa orðið á báðum liðum frá síðustu leiktíð.
Liverpool hefur styrkt lið sitt mikið á meðan Bournemouth hefur misst flesta af sínum bestu leikmönnum.
Miloz Kerkez vinstri bakvörður Liverpool kom frá Bournemouth í sumar og er búist við því að hann verði í byrjunarliðinu.
Svona eru líkleg byrjunarlið.
Liverpool (4-2-3-1):
Alisson (GK)
Frimpong, Konate, Van Dijk (C), Kerkez
Szoboszlai, Mac Allister
Salah, Wirtz, Gakpo
Ekitike
Bournemouth (4-2-3-1):
Petrovic (GK)
Smith (C), Hill, Senesi, Truffert
Scott, Adams
Tavernier, Brooks, Semenyo
Evanilson