fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. ágúst 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn íþróttamaður í heiminum sem hefur selt fleiri treyjur síðustu vikuna eða svo en vængmaðurinn Heung Min Son.

Þetta segir John Thorrington sem er stjórnarformaður LAFC í Bandaríkjunum sem er nýja félag leikmannsins sem kom frá Tottenham.

Son er einn allra vinsælasti leikmaðurinn í Asíu og lék lengi í ensku úrvalsdeildinni en er í dag 33 ára gamall og hélt til Bandaríkjanna.

Thorrington segir að stjörnur eins og LeBron James, Stephen Curry og Lionel Messi hafi ekki náð að selja jafn mikið af treyjum og Son eftir komu hans til félagsins.

,,Þetta er nú enn ein vikan þar sem við erum ekki bara að tala um mestu treyjusölu í sögu MLS heldur er þetta mest selda treyja í heimi í dag,“ sagði Thorrington.

,,Ég er að tala um Son, ef þú miðar við tímann þegar hann skrifaði undir hjá LAFC og til dagsins í dag þá hefur hann selt fleiri treyjur en allir íþróttamenn heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum
433Sport
Í gær

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg