Rute Cardoso ekkja Diogo Jota ásamt börnunum þeirra þremur verður á Anfield í kvöld þegar enska úrvalsdeildin fer af stað. Liverpool tekur þá á móti Bournemouth.
Jota og bróðir hans Andre létust í hræðilegu bílslysi í sumar en framherji Liverpool var þá á leið heim frá Portúgal til Liverpool.
Rute og börnin hennar verða í stúkunni í kvöld þar sem minningu Jota verður haldið á lofti.
Jota var einstaklega vinsæll á meðal samherja sinna en Rute birti í dag hjartnæma mynd á Instagram.
Um er að ræða mynd frá því fyrir þremur árum þegar hún og Jota ásamt börnum sínum voru á ferðalagi saman.